MUNN-
LYFLÆKNINGAR

MUNNLYFLÆKNINGAR

Oft er talað um að munnurinn sé gluggi inn í líkamann þar sem unnt er að greina birtingarmyndir ýmissa sjúkdóma án mikilla inngripa.

Það er því mikilvægt að horfa á munninn í stærra samhengi - sem hluta af líkamanum. Lyflækningar munns er sú sérgrein sem lítur að greiningu og meðferð sjúkdóma sem hafa birtingarmynd í munni eða kjálkum. Margir sjúkdómar eða meðferðir þeirra geta einnig haft áhrif á tannlækningar og öfugt. Lyflækningar munns snúast um þetta samspil tanna, munnhols og líkama.

NOKKUR DÆMI

Dæmi um vandamál sem munnlyflæknar sérhæfa sig í að greina og meðhöndla: Slímhúðarsjúkdómar eins og munnangur, lichen planus, pemphigoid, leukoplakia, ofl.

  • Munnvatnskirtilvandamál eins og lyfjatengdur munnþurrkur, Sjögren sjúkdómur, kirtilæxli, ofl.

  • Ýmis skyntaugavandamál eins og burning mouth syndrome og atypical facial pain.

  • Verkjavandamál eins og vöðvaverkir, liðverkir, taugaverkir, ofl.

  • Vandamál tengd krabbameinsmeðferðum eins og mucositis, hýsilhöfnunarsjúkdómur, beindrep í kjálkum, ofl.